Handbolti

Fjögur mörk frá frændunum sem eru enn þá stigalausir

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Geir Guðmundsson skoraði þrjú mörk í kvöld.
Geir Guðmundsson skoraði þrjú mörk í kvöld. vísir/getty
Íslendingaliðið Cesson-Rennes tapaði þriðja leiknum í röð í frönsku 1. deildinni í handbolta í kvöld þegar liðið lá á heimavelli fyrir öðru Íslendingaliði, Nimes, 24-23.

Ásgeir Örn Hallgrímsson var ekki í leikmannahópi Nimes var var þremur mörkum yfir í hálfleik, 15-12, og komst mest fimm mörkum yfir, 22-17, þegar tæpar átta mínútur voru eftir af leiknum.

Þá girtu heimamenn sig í brók og skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark, 22-21. Því miður dugði það ekki til því gestirnir í Nimes voru alltaf skrefinu á undan og unnu eins marks sigur, 24-23.

Geir Guðmundsson skoraði þrjú mörk í fimm skotum fyrir Cesson-Rennes og frændi hans, Guðmundur Hólmar Helgason, eitt mark í fimm skotum. Cesson-Rennes er án stiga eftir þrjár umferðir.

Ásgeir Örn og félagar eru aftur á móti búnir að vinna tvo leiki af þremur og er með fjögur stig eftir tvær umferðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×