Innlent

Óskar umsagna um hunda á veitingastöðum

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kannski þessi hundur kíki á einn af veitingastöðum landsins.
Kannski þessi hundur kíki á einn af veitingastöðum landsins. Vísir/EPA
Svo gæti farið að hundar, kettir og önnur gæludýr yrðu heimiluð inni á veitingastöðum áður en Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra lætur af störfum. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar nú eftir umsögnum um drög að breytingu á reglugerð um hollustuhætti.

Breytingarnar kveða á um að eigendum eða rekstraraðilum veitingastaða verði heimilt að leyfa gestum að koma með gæludýr inn á staðina að uppfylltum tilteknum skilyrðum.

Þótt þingi hafi verið slitið gæti reglugerðin enn breyst en slík breyting þarf ekki að fara í gegnum þingið.

Hægt er að skila umsögnum um reglugerðardrögin til 13. október næstkomandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×