Enski boltinn

Liðin frá Bítlaborginni einu ensku liðin í vandræðum í Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson með þeim Leighton Baines og Wayne Rooney í leikslok í gær.
Gylfi Þór Sigurðsson með þeim Leighton Baines og Wayne Rooney í leikslok í gær. Vísir/Getty
Sjö ensk lið eru í Evrópukeppnunum tveimur í ár og fimm þeirra fögnuðu sigri í þessari viku.

Chelsea, Manchester United, Manchester City, Tottenham og Arsenal eru öll með fullt hús á toppi sinna riðla í Evrópukeppnunum en þau eru öll með þrjú mörk eða meira að meðaltali í leik.

Liðin tvö sem tókst ekki að vinna í þessari umferð og ekki heldur í fyrstu umferðinni fyrr í þessum septembermánuði eiga það sameiginlegt að koma frá Bítlaborginni Liverpool.



Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton voru hársbreidd frá því að landa fyrsta sigrinum í Evrópudeildinni í gær en þeir voru 2-1 yfir þegar Apollon Limassol missti mann af velli fjórum mínútum fyrir leiksins.

Tíu menn Apollon Limassol tryggði sér hinsvegar jafntefli með jöfnunarmarki aðeins 118 sekúndum síðar.

Everton fékk sitt fyrsta stig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar en situr í neðsta sætinu í sínum riðli.

Liverpool hefur gert jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum í Meistaradeildinni þar sem leikmenn liðsins hafa fengið alveg nóg af góðum marktækifærum til að vinna báða leikina.



Ensku liðin í fyrstu tveimur umferðum Evrópukeppnanna 2017-18

MD: Chelsea 6 stig og +7 í markatölu (8-1)

MD: Manchester United 6 stig og +6 í markatölu (7-1)

MD: Manchester City 6 stig og +6 í markatölu (6-0)

MD: Tottenham 6 stig og +5 í markatölu (6-1)

ED: Arsenal 6 stig og +4 í markatölu (7-3)

---

MD: Liverpool 2 stig og 0 í markatölu (3-3)

ED: Everton 1 stig og -3 í markatölu (2-5)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×