Enski boltinn

Benteke frá í sex vikur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benteke í leik með Palace.
Benteke í leik með Palace. vísir/getty
Það hefur gengið hörmulega hjá Crystal Palace í vetur og félagið mátti því illa við þeim tíðindum að framherjinn Christian Benteke verði frá næstu sex vikurnar.

Belginn meiddist á hné í 5-0 tapleiknum gegn Man. City og verður að minnsta kosti frá í sex vikur.

Palace er á botni úrvalsdeildarinnar. Hefur tapað öllum sex leikjum sínum í deildinni og hefur þess utan ekki skorað eitt einasta mark sem er met.

Næsta verkefni er gegn Man. Utd og liðið verður einnig án Wilfired Zaha og Ruben Loftus-Cheek í þeim leik.

Benteke var keyptur á 27 milljónir punda frá Liverpool í ágúst á síðasta ári. Hann hefur skorað 15 mörk í 42 leikjum fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×