Arsenal ekki í vandræðum með nýliðana

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Alex Iwobi á skotskónum í dag
Alex Iwobi á skotskónum í dag vísir/getty
Arsenal fékk nýliða Brighton í heimsókn á Emirates leikvanginn í Lundúnum í dag í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Spænski varnamaðurinn Nacho Monreal kom Arsenal á blað eftir sextán mínútna leik þegar hann var réttur maður á réttum stað í vítateignum eftir mikinn darraðadans. Arsenal stjórnaði leiknum en tókst ekki að skora fleiri mörk fyrir hlé.

Alex Iwobi fékk tækifæri í byrjunarliði Arsenal í dag og nýtti það til að skora sitt fyrsta mark í deildinni í vetur. Iwobi fékk þá boltann í góðu færi eftir frábæran undirbúning Alexis Sanchez og kláraði færið sitt vel. Fleiri urðu mörkin ekki og öruggur 2-0 sigur Arsenal staðreynd.

Arsenal skýst því upp í fimmta sæti deildarinnar, hefur þrettán stig að sjö leikjum loknum en Brighton er í 14.sæti með sjö stig.

 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira