Innlent

Þingfest í máli Sveins Gests á fimmtudag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní.
Sveinn Gestur Tryggvason leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur í júní. Vísir
Mál ákæruvaldsins gegn Sveini Gesti Tryggvasyni vegna andláts Arnars Jónssonar verður þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudagsmorgun. Sveinn er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás en ekki manndráp, eins og Vísir greindi frá í lok ágúst.

Í ákærunni segir að Arnar hafi látið lífið vegna þess að öndunarhæfni hans minnkaði mikið. Brotið getur varðað allt að sextán ára fangelsi þegar bani hlýst af árásinni.

Sveinn Gestur hefur verið í gæsluvarðhaldi undanfarnar fjórtán vikur grunaður um að hafa ráðið Arnari Jónssyni Aspar bana í Mosfellsdal þann 7. júní síðastliðinn. Að óbreyttu verður hann áfram í gæsluvarðhaldi til 28. september. 

Sveinn Gestur neitar alfarið sök og í yfirlýsingu frá lögmanni hann sem send var fjölmiðlum var því haldið fram að Sveinn Gestur  hafi aldrei veist að hinum látna „heldur var umbjóðandi minn ásamt öðrum sakborningum í málinu að verjast áras frá hinum látna.“

Barnsmóðir og sambýliskona Arnars krefst hátt í 50 milljóna króna í skaðabætur fyrir sig og dóttur sína úr hendi Sveins Gests.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×