Erlent

Tvær lestir rákust saman í Sviss

Atli Ísleifsson skrifar
Andermatt í svissneska hluta Alpafjalla.
Andermatt í svissneska hluta Alpafjalla. Vísir/Getty
Að minnsta kosti 27 manns slösuðust þegar tvær lestir rákust saman í Sviss fyrr í dag.

Í frétt Berner Zeitung segir að lestirnar hafi rekist saman á lestarstöðinni í Andermatt, um hundrað kílómetrum suður af Zürich.

Um hundrað manns voru í annarri lestinni sem var stopp við lestarpall tvö þegar önnur lest rakst á hana.

Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu á þessari stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×