Erlent

Lítil kosninga­þátt­taka í rúss­nesku sveitar­stjórnar­kosningunum

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti á kjörstað í gær.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti á kjörstað í gær. Vísir/AFP
Sameinað Rússland, flokkur Vladimír Pútín Rússlandsforseta, og samstarfsflokkar hans virðast hafa unnið mikinn sigur í rússnesku sveitarstjórnarkosningum eins og búist var við.

Kosningarnar fóru fram í gær og hafa fréttir borist af lítilli kosningaþátttöku og svindi.

Samkvæmt rússneskum fjölmiðlum fór þátttakan yfir fjörutíu prósent í einungis þremur héruðum. Í höfuðborginni Moskvu mældist þátttakan einungis um fimmtán prósent.

Í frétt Aftonbladet kemur fram að kosningaeftirlitsstofnuninni Golos hafi borist um 1.600 tilkynningar um kosningasvindl.

Talsmaður Pútín, Dmitri Peskov, segir að hart hafi verið tekið á öllum tilraunum til svindls og að niðurstöður kosninganna lýsi stuðningi fólksins við Pútín og persónulegar ákvarðanir forsetans.

Þetta eru síðustu kosningarnar í landinu fyrir forsetakosningarnar sem fram fara í mars. Fastlega er búist við að Pútín muni þar sækjast eftir endurkjöri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×