Lífið

Mætti með öll sex börnin á frumsýninguna

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Loung Ung, Vivienne Jolie-Pitt, Maddox Jolie-Pitt, Pax Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Kimhak Mun, Knox Jolie-Pitt, Shiloh Jolie-Pitt, Zahara Jolie-Pitt og Sareum Srey Moch á frumsýningunni í dag.
Loung Ung, Vivienne Jolie-Pitt, Maddox Jolie-Pitt, Pax Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Kimhak Mun, Knox Jolie-Pitt, Shiloh Jolie-Pitt, Zahara Jolie-Pitt og Sareum Srey Moch á frumsýningunni í dag. Getty
Leikkonan Angelina Jolie mætti með allan barnaskarann sinn á kvikmyndahátíðina í Toronto í Kanada í dag. Tilefnið var frumsýning kvikmyndarinnar First They Killed My Father en sjálf sá hún um handritsgerð og leikstjórn. Myndinfjallar um Rauðu khmerana í Kambódíu og er ætlað að vekja athygli á hryllingnum sem börn standa frammi fyrir í stríði.

Kvikmyndin First They Killed My Father er byggð á samnefndri bók um endurminningar kambódíska rithöfundarins Loung Ung sem lifði af þjóðarmorðin í Kambódíu á áttunda áratugnum. Handritið skrifaði Loung Ung með Angelinu.

Maddox Jolie-Pitt, 16 ára sonur leikkonunnar er á síðunni IMDB skráður einn af aðalframleiðendum myndarinnar. Vivienne, Pax, Knox, Shiloh og Zahara mættu öll til þess að styðja móður sína og bróður á frumsýningunni. Fjölskyldan var mynduð ásamt Loung Ung, leikaranum Kimhak Mun og ungu leikkonunni Sareum Srey Moch sem fer með hlutverk Loung Ung í myndinni.

Angelina mætti einnig með fjögur barna sinna á frumsýningu myndarinnar The Breadwinner í gær en hún er leikstjóri myndarinnar. Brad Pitt hefur ekki sést með Angelinu og börnunum í Kanada en slúðurmiðlar sögðu frá því í ágúst að skilnaður hjónanna væri á ís í augnablikinu. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×