Lífið

Mætti með öll sex börnin á frumsýninguna

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Loung Ung, Vivienne Jolie-Pitt, Maddox Jolie-Pitt, Pax Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Kimhak Mun, Knox Jolie-Pitt, Shiloh Jolie-Pitt, Zahara Jolie-Pitt og Sareum Srey Moch á frumsýningunni í dag.
Loung Ung, Vivienne Jolie-Pitt, Maddox Jolie-Pitt, Pax Jolie-Pitt, Angelina Jolie, Kimhak Mun, Knox Jolie-Pitt, Shiloh Jolie-Pitt, Zahara Jolie-Pitt og Sareum Srey Moch á frumsýningunni í dag. Getty

Leikkonan Angelina Jolie mætti með allan barnaskarann sinn á kvikmyndahátíðina í Toronto í Kanada í dag. Tilefnið var frumsýning kvikmyndarinnar First They Killed My Father en sjálf sá hún um handritsgerð og leikstjórn. Myndinfjallar um Rauðu khmerana í Kambódíu og er ætlað að vekja athygli á hryllingnum sem börn standa frammi fyrir í stríði.

Kvikmyndin First They Killed My Father er byggð á samnefndri bók um endurminningar kambódíska rithöfundarins Loung Ung sem lifði af þjóðarmorðin í Kambódíu á áttunda áratugnum. Handritið skrifaði Loung Ung með Angelinu.

Maddox Jolie-Pitt, 16 ára sonur leikkonunnar er á síðunni IMDB skráður einn af aðalframleiðendum myndarinnar. Vivienne, Pax, Knox, Shiloh og Zahara mættu öll til þess að styðja móður sína og bróður á frumsýningunni. Fjölskyldan var mynduð ásamt Loung Ung, leikaranum Kimhak Mun og ungu leikkonunni Sareum Srey Moch sem fer með hlutverk Loung Ung í myndinni.

Angelina mætti einnig með fjögur barna sinna á frumsýningu myndarinnar The Breadwinner í gær en hún er leikstjóri myndarinnar. Brad Pitt hefur ekki sést með Angelinu og börnunum í Kanada en slúðurmiðlar sögðu frá því í ágúst að skilnaður hjónanna væri á ís í augnablikinu. 


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira