Erlent

Belgískur borgarstjóri fannst skorinn á háls í kirkjugarði

Atli Ísleifsson skrifar
Hinn 71 árs Alfred Gadenne starfaði einnig sem umsjónarmaður garðsins.
Hinn 71 árs Alfred Gadenne starfaði einnig sem umsjónarmaður garðsins. Vísir/AFP
Alfred Gadenne, borgarstjóri Mouscron í suðurhluta Belgíu, fannst látinn í kirkjugarði í gær. Hann hafði verið skorinn á háls.

Hinn 71 árs Gadenne starfaði einnig sem umsjónarmaður garðsins, sem er nálægt heimili hans, og var það í verkahring hans að læsa hliðinu á hverju kvöld.

Málið hefur tekið mikið á belgísku þjóðina og lýsir forsætisráðherrann Charles Michel því á Twitter að hann hafi fyllst skelfingu vegna málsins.

Í frétt Reuters kemur fram að Mouscron sé um 57 þúsund manna iðnaðarbær, nálægt landamærunum að Frakklandi.

Belgíska blaðið SudInfo hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum að maður hafi gefið sig fram við lögreglu í tengslum við málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×