Enski boltinn

Hodgson tekinn við Crystal Palace

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Roy Hodgson er kominn aftur í boltann.
Roy Hodgson er kominn aftur í boltann. vísir/getty

Roy Hodgson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Crystal Palace ef marka má færslu frá Steve Parish, stjórnarformanni félagsins, á Instagram.

Þar býður Parish Hodgson aftur velkominn til Crystal Palace. Hodgson var á mála hjá félaginu á sínum yngri árum.

Hodgson tekur við stjórastarfinu hjá Palace af Frank de Boer sem var rekinn á mánudaginn eftir aðeins 77 daga í starfi.

Hinn sjötugi Hodgson hefur ekkert þjálfað síðan hann hætti með enska landsliðið eftir tapið fræga fyrir Íslandi á EM í fyrra.

Næsti leikur Palace er gegn Southampton í hádeginu á laugardaginn.

Uppfært klukkan 18:45:
Crystal Palace hefur staðfest ráðninguna á Roy Hodgson sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Hann skrifaði undir tveggja ára samning við Palace.

Warm welcome 'back' to #cpfc to Roy Hodgson.

A post shared by Steve Parish (@chair4palace) onAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira