Erlent

Nýjar þvinganir sagðar ólöglegar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, er ósáttur við nýjar þvinganir.
Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, er ósáttur við nýjar þvinganir. VÍSIR/AFP
Yfirvöld í Norður-Kóreu sögðu í gær nýjar þvinganir sem Sameinuðu þjóðirnar ætla að beita gegn ríkinu vera ólöglegar.

„Í staðinn fyrir að beita rökhugsun hefur harðstjórnin í Washington loksins ákveðið að beita pólitísku, efnahagslegu og hernaðarlegu valdi vegna þráhyggju sinnar um að snúa kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu við. Áætlun sem nú þegar hefur gengið upp,“ sagði Han Tae Song, sendiherra ríkisins hjá Sameinuðu þjóðunum.

Bandaríkin lögðu upphaflega til enn harðari aðgerðir gegn Norður-Kóreu en samþykktar voru. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×