Erlent

Drengur og foreldrar hans létu lífið á eldfjalli á Ítalíu

Atli Ísleifsson skrifar
Annar sonur foreldranna, sem er sjö ára, féll ekki ofan í gíginn.
Annar sonur foreldranna, sem er sjö ára, féll ekki ofan í gíginn. Vísir/EPA
Ellefu ára drengur og foreldrar hans létust eftir að þau féllu ofan í holu í gíg á eldfjallinu Solfatara við Pozzuoli, skammt frá Napólí á Ítalíu, í gær.

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að drengurinn hafi farið inn á lokað svæði á vinsælum ferðamannastað og að jörðin hafi gefið sig þegar foreldrarnir reyndu að ná honum aftur til baka. Við það féllu þau ofan í um þriggja metra djúpa holu.

Talið er að þau hafi öll misst meðvitund ofan í holunni vegna eiturgufu sem rauk úr gígnum.

Annar sonur foreldranna, sem er sjö ára, var einnig á staðnum féll ekki ofan í holuna.

Finna má um fjörutíu eldfjöll á svæðinu, en Solfatara gaus síðast árið 1198.

Vísir/EPA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×