Enski boltinn

Pogba frá í 4-6 vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Pogba meiddist gegn Basel.
Paul Pogba meiddist gegn Basel. vísir/getty

Paul Pogba verður frá í allt að sex vikur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Manchester United og Basel í Meistaradeild Evrópu í gær.

Pogba meiddist aftan í læri og þurfti að fara af velli snemma leiks. Frakkinn verður frá keppni í 4-6 vikur.

Pogba missir því af deildarleikjum gegn Everton, Southampton og Crystal Palace, deildabikarleik á móti Burton Albion og Meistaradeildarleik gegn CSKA Moskva.

Hann missir einnig af leikjum Frakka við Búlgara og Hvít-Rússa í undankeppni HM í byrjun næsta mánaðar.

Pogba hefur byrjað alla leiki United á tímabilinu og skorað tvö mörk.


Tengdar fréttir

PlayStation svaraði Mourinho

Stjóri Mancheser United sendi sínum mönnum pillu eftir 3-0 sigur liðsins á Basel í Meistaradeild Evrópu í gær.

De Gea vill jólafrí í ensku deildinni

Manchester United hefur leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld eftir tæpa tveggja ára fjarveru þegar liðið tekur á móti Basel á Old Trafford. David de Gea segir ensku liðin þurfa jólafrí til að eiga séns á að vinna keppnina.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira