Enski boltinn

Pogba frá í 4-6 vikur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Paul Pogba meiddist gegn Basel.
Paul Pogba meiddist gegn Basel. vísir/getty
Paul Pogba verður frá í allt að sex vikur vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Manchester United og Basel í Meistaradeild Evrópu í gær.

Pogba meiddist aftan í læri og þurfti að fara af velli snemma leiks. Frakkinn verður frá keppni í 4-6 vikur.

Pogba missir því af deildarleikjum gegn Everton, Southampton og Crystal Palace, deildabikarleik á móti Burton Albion og Meistaradeildarleik gegn CSKA Moskva.

Hann missir einnig af leikjum Frakka við Búlgara og Hvít-Rússa í undankeppni HM í byrjun næsta mánaðar.

Pogba hefur byrjað alla leiki United á tímabilinu og skorað tvö mörk.


Tengdar fréttir

De Gea vill jólafrí í ensku deildinni

Manchester United hefur leik í Meistaradeild Evrópu í kvöld eftir tæpa tveggja ára fjarveru þegar liðið tekur á móti Basel á Old Trafford. David de Gea segir ensku liðin þurfa jólafrí til að eiga séns á að vinna keppnina.

PlayStation svaraði Mourinho

Stjóri Mancheser United sendi sínum mönnum pillu eftir 3-0 sigur liðsins á Basel í Meistaradeild Evrópu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×