Erlent

Hlé á móttöku kvótaflóttafólks

Flóttamenn undan strönd Túnis.
NORDICPHOTOS/AFP
Flóttamenn undan strönd Túnis. NORDICPHOTOS/AFP
DANMÖRK Dönsk stjórnvöld ætla að framlengja hléið á móttöku kvótaflóttamanna sem þau gerðu í fyrra. Áður hafði verið tekið á móti 1.500 kvótaflóttamönnum á þriggja ára tímabili. Inger Støjberg, ráðherra innflytjendamála, segir að þótt hælisleitendum hafi fækkað hafi þeir verið um 56 þúsund undanfarin fimm ár. Reikna megi með að margir þeirra fái fjölskyldur sínar til sín. Þess vegna sé ekki mögulegt að taka á móti kvótaflóttamönnum í ár. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna segir 40 þúsund flóttamenn í brýnni þörf fyrir að komast til öruggra ríkja. – ibs


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×