Erlent

Topparnir segi frá laununum

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Gríðarlegur launamunur hefur áhrif á vinnumóralinn.
Gríðarlegur launamunur hefur áhrif á vinnumóralinn.
Frá og með júní á næsta ári verða 900 fyrirtæki sem skráð eru í kauphöllinni á Englandi að gera grein fyrir launamuninum milli yfirmanna og undirmanna. Þau þurfa einnig að réttlæta launamuninn.

Forsætisráðherrann, Theresa May, er ein þeirra sem barist hafa fyrir nýju reglunum. Hún hefur sagt launagapið óásættanlegt andlit kapítalismans.

Laun yfirmanna hafa hækkað um 82 prósent frá því árið 2002 og eru laun yfirmanna að meðaltali 5,3 milljónir punda eða 386 sinnum hærri en lægstu laun starfsmanna, að því er vefmiðillinn Metro á Englandi greinir frá.

Launagapið er sagt hafa slæm áhrif á vinnumóralinn og hefur þar af leiðandi mikil áhrif á áhuga og afköst starfsmanna, að því er fulltrúi eins stéttarfélagsins segir í viðtali við Dagens Nyheter. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×