Innlent

Bein útsending: Guðni fundar með forystumönnum

Birgir Olgeirsson skrifar
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Bessastöðum í dag.
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, á Bessastöðum í dag. Vísir/Anton Brink
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra mætir á fund Guðna Th. Jóhannessonar , forseta Íslands, á Bessastöðum klukkan 11 í dag og verður Vísir með beina útsendingu frá því.

Eftir fund Guðna með Bjarna mun forsetinn ræða við forystumenn allra flokka sem eiga fulltrúa á þingi. Fyrst mun hann hitta Katrínu Jakobsdóttur, formann Vinstri grænna, klukkan ellefu en síðastur á fund hans verður Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, klukkan 16:45.

Bjarni greindi frá því á blaðamannafundi í Valhöll í gær að hann muni boða til kosninga og horfir til haustsins í þeim efnum, nánar tiltekið í nóvember. Bjarni sagði að það væri hans skoðun að hér á landi þyrfti að endurheimta sterka ríkisstjórn. 

Sagði hann engar líkur á að slík stjórn fengist með fjölmarga smáflokka sem hefðu „engar rætur, enga sögu og engan strúktúr,“ eins og hann orðaði það.

Beinu útsendinguna má sjá í spilaranum að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×