Enski boltinn

Gerrard ánægður með kaupin á Chamberlain

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gerrard og Chamberlain í baráttunni í leik milli Liverpool og Arsenal.
Gerrard og Chamberlain í baráttunni í leik milli Liverpool og Arsenal. vísir/getty
Liverpool goðsögnin Steven Gerrad er mjög ánægður með kaup sinna manna á Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal, en Bítlaborgarliðið borgaði 35 milljónir punda fyrir Uxann.

Gerrard og Chamberlain spiluðu um stund saman hjá enska landsliðinu, en Gerrard var á sínum síðustu árum hjá Englandi þegar Chamberlain var að brjótast inn í A-landsliðið.

„Ég held að hann styrki hópinn og liðið klárlega. Hann er enskur, hann er 24 ára og er að detta inn á sín bestu ár," sagði Gerrard í samtali við enska miðla.

„Hann er mjög hraður og spennandi leikmaður. Það leit út fyrir að hann væri ekki rosalega ánægður hjá Arsenal svo vonandi getur hann sest að hjá Liverpool og átt sín bestu ár. Ég held að hann sé mjög jákvæð kaup."

Gerrad þjálfar í dag lið Liverpool skipað leikmönnum átján ára og yngri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×