Körfubolti

Frakkar lögðu Grikki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik liðanna í dag.
Úr leik liðanna í dag. vísir/getty
Frakkland er komið á blað á EM í körfubolta, en þeir unnu átta stiga sigur á Grikklandi í leik liðanna í Helsinki í dag, 95-87.

Frakkarnir byrjuðu mun betur og höfðu tögl og haldir í leiknum, en þeir gáfu aðeins eftir í fjórða leikhlutanu þar sem Grikkirnir gengu á Frakkana.

Stigahæsti leikmaðurinn kom þó úr liði Grikkja, en Georgios Printezis skoraði 22 stig fyrir Grikkina. Joffrey Lauvergne skoraði 21 stig fyrir Frakkland.

Ísland tapaði fyrir Grikklandi á fimmtudag og mætir svo Frakklandi í fyrramálið, en Ísland hefur tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í keppninni.

Betur má ef duga skal, en leik Íslands og Frakklands verður að sjálfsögðu lýst í beinni textalýsingu á vef Vísis í fyrramálið.

Leikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 10.45 í fyrramálið, en honum verður gerð góð skil í miðlum 365.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×