Körfubolti

Slóvenar mörðu sigur á Finnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Goran Dragic í fyrsta leik Serba gegn Pólverjum
Goran Dragic í fyrsta leik Serba gegn Pólverjum Vísir/getty
Slóvenar unnu Finna 78-81 í lokaleik A-riðils á Evrópumótinu í körfubolta í dag. Með sigrinum fór Slóvenía á topp riðilsins með fjögur stig, eina liðið sem hefur unnið báða leiki sína á mótinu.

Goran Dragic var stigahæstur Slóvena með 29 stig og 4 fráköst. Næstur var Anthony Randolph með 10 stig og 6 fráköst.

Hjá Finnum var Lauri Markkanen atkvæðamestur með 24 stig og 7 fráköst.

Jafnt var eftir fyrsta leikhluta 22-22. Slóvenar náðu svo tíu stiga forskoti fyrir leikhlé, 42-52. Finnar komu til baka og náðu að minnka muninn niður í tvö stig fyrir síðasta leikhlutann. Þeir komust yfir 78-77 þegar 38 sekúndur voru eftir af leiknum, en Dragic fékk tvö vítaskot og kom Slóvenum aftur yfir og Randolph tryggði svo sigur Slóvena.


Tengdar fréttir

Frakkar lögðu Grikki

Frakkland er komið á blað á EM í körfubolta, en þeir unnu átta stiga sigur á Grikklandi í leik liðanna í Helsinki í dag, 95-87.

Umfjöllun: Ísland – Pólland 61-91 | Strákarnir ískaldir í skotunum og töpuðu stórt

Mjög flott byrjun og frábær stuðningur í stúkunni dugði ekki íslenska körfuboltalandsliðinu á móti Póllandi í öðrum leik sínum á EM í Helsinki. Pólverjar unnu sig inn í leikinn, spiluðu af skynsemi á móti baráttuglöðum íslensku leikmönnum og unnu að lokum 30 stiga sigur, 91-61, eftir mjög sannfærandi seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×