Enski boltinn

Mourinho markmaður í góðgerðarleik

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jose Mourinho spreytti sig sem markmaður í leiknum í gær
Jose Mourinho spreytti sig sem markmaður í leiknum í gær Vísir/getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjór Manchester United, varð miðpunktur athyglinnar í góðgerðarleik fyrir fórnarlömb brunans í Grenfell turninum í Lundúnum í gær.

Mourinho var í liði Alan Shearer sem keppti gegn liði Les Ferdinand í góðgerðarleiknum sem haldinn var á heimavelli QPR, Loftus Road, í gær.

Mourinho var skipt inn á í síðari hálfleik þar sem hann leysti David James, fyrrum landsliðsmarkvörð Englands og spilandi þjálfara ÍBV, af í marki.

Frammistaða Mourinho var ekki til eftirbreytni, en fljótlega eftir að hann kom inn á þá fékk hann að líta gula spjaldið fyrir að tefja.

Chris Edwards, trommuleikari bresku hljómsveitarinnar Bastille, skoraði svo framhjá Mourinho og jafnaði leikinn 2-2 fyrir lið Les Ferdinand.

Mourinho var ósáttur við dómara leiksins, en hann sagði Edwards hafa verið rangstæðan í markinu.

Leikurinn endaði með vítaspyrnukeppni, og neitaði Mourinho að veita Chris Kamara viðtal fyrir vítakeppnina þar sem hann þurfti að halda einbeitingu.

Þrátt fyrir það náði Mourinho ekki að verja eina einustu spyrnu og tryggði söngvarinn Olly Murs liði Ferdinand sigurinn með síðustu spyrnunni.

Peter Crouch spilaði í leiknum í dagvísir/getty
Hlauparinn Mo Farah reyndi fyrir sér í fótboltavísir/getty





Tengdar fréttir

Hylja Grenfell-turninn á meðan rannsókn fer fram

Íbúar í 33 íbúðum í Grenfell-turninum eygja von um að endurheimta eigur sínar. Turninn verður hulinn með dúk til að varðveita sönnunargögn fyrir tæknimenn lögreglu.

Gengu í þögn til minningar um fórnarlömb eldsins í Grenfell turni

Gangan var skipulögð af Grenfell United, sem stofnað var í kjölfar eldsins sem stuðningur við þá sem lifðu af. Gangan var erfið fyrir marga og sumir sögðust endurupplifa atvikið í þögninni sem umlukti staðinn. Um það bil fimmtíu manns gengu sa




Fleiri fréttir

Sjá meira


×