Handbolti

Alfreð og Rúnar á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alfreð er væntanlega sáttur með byrjun sinna manna á tímabilinu.
Alfreð er væntanlega sáttur með byrjun sinna manna á tímabilinu. vísir/getty
Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel eru með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta, en þeir unnu tveggja marka sigur á Magdeburg í dag, 34-32.

Nicklas Ekberg var markahæstur Kielar-manna með átta mörk þar af fjögur úr vítum, en Steffen Weinhold skoraði sjö mörk.

Rúnar Kárason skoraði þrjú mörk fyrir Hannover-Burgdorf sem vann tveggja marka sigur á Wetzlar, 29-27. Hannover er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina, líkt og Kiel.

Alexander Petterson skoraði þrjú mörk fyrir Rhein-Neckar Löwen fimm marka tapi þeirra á Flensburg, 27-22. Guðjón Valur Sigurðsson spilaði ekki vegna meiðsla, en Ljónin hafa unnið einn og tapað einum í upphafi tímabilsins.

Ragnar Jóhannsson skoraði eitt mark í eins marks tapi Hüttenberg, 28-27, gegn Melsungen. Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Hüttenberg sem eru nýliðar í deildinni, en þeir hafa tapað þremur fyrstu leikjum sínum.

Bjarki Már Elísson spilaði ekki með Füchse Berlín vegna meiðsla, en Füchse vann sigur á Die Eulen Luwdigshafen, 30-24. Þetta var þeirra fyrsti leikur í deildinni og þar af leiðandi fyrsti sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×