Körfubolti

Næstu mótherjar Íslands skelltu Grikkjum

Luka átti góðan leik í dag.
Luka átti góðan leik í dag. vísir/getty
Næstu mótherjar Íslands á EM í körfubolta í Finnlandi, Slóvenar, gerðu sér lítið fyrir og unnu Grikkland í leik liðanna i dag, 78-72.

Slóvenar byrjuðu af miklum krafti og voru tíu stigu yfir eftir fyrsta leikhlutann, 23-13 og 35-30 yfir í hálfleik.

Grikkirnir mættu vel gíraðir út eftir hálfleik og virtust ætla að stela sigrinum, en góður fjórði leikhluti snéri taflinu fyrir Slóvena sem unnu að lokum sex stiga sigur, 78-72.

Goran Dragic, fyrirliði Slóvena, var öflugur með 20 stig, en Luka Dončić var stigahæstur og var með 22 stig. Hjá Grikkjunum var Kostas Sloukas stigahæstur með 18 stig.

Slóvenía er því með sex stig eftir fyrstu þrjá leikina, en þeir hafa unnið þá alla. Grikkir eru með einn sigur og tvö töp, en Ísland mætir Slóveníu á þriðjudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×