Innlent

Jóhann á heimsbikarmóti

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Jóhann nýbúinn að leika 1. c4 gegn Navara.
Jóhann nýbúinn að leika 1. c4 gegn Navara. CHESS.COM/Maria Emelianova
Jóhann Hjartarson hóf í gær þátttöku á Heimsbikarmótinu í skák en hann tapaði fyrir tékkneska ofurstórmeistaranum David Navara. Þetta er í fyrsta sinn frá árinu 2000 sem Íslendingur er meðal keppenda.

Mótið fer fram í Tblisi, höfuðborg Georgíu. Jóhann, sem tók settið af hillunni fyrir skemmstu, vann sér inn þátttökurétt með því að verða Norðurlandameistari fyrr á þessu ári.

Alls taka 128 skákmenn þátt en meðal keppenda eru flestir af allra sterkustu skákmönnum heimsins. Keppt er eftir útsláttarfyrirkomulagi. Keppendur tefla tveggja skáka einvígi og verði jafnt að því loknu er teflt til þrautar með styttri umhugsunartíma.

Jóhann hafði hvítt í gær gegn hinum feiknasterka Navara. Vitað var fyrir fram að á brattan var að sækja. Í dag verður það svart og hefst umferðin klukkan 11. Landi Jóhann eigi sigri er þátttöku hans lokið á mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×