Lífið

Dýrustu trúlofunarhringir fína og fræga fólksins

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessir kosta sitt.
Þessir kosta sitt. myndir/getty images
Sumir eyða óheyrilega miklum fjármunum í trúlofunarhringi fyrir maka sinn. Fína og fræga fólkið er engin undantekning þar og eyða þau oft á tíðum mörgum milljónum íslenskra króna í slíka hringi.

Á vefsíðu tímaritsins Elle er búið að taka saman 50 dýrustu trúlofunarhringi frægra og má sjá þá dýrustu hér að neðan. Hér má síðan sjá listann í heild sinni.

1. Mariah Carey

Það þarf ekki að koma mörgum á óvart að söngkonan Mariah Carey fékk þann dýrasta frá fyrrverandi kærastanum James Packer. Packer fór á skeljarnar árið 2016 og fékk Carey 35 karata demantshring sem kostaði 10 milljónir dollara eða því sem samsvarar einn milljarð íslenskra króna. Þau hættu reyndar við trúlofun sína stuttu síðar.

 





Carey hefur alltaf verið með mjög dýran lífstíl.
2. Elizabeth Taylor

Elizabeth Taylor fékk svakalegan hring frá Richard Burton árið 1968 og var um að ræða 33 karata demantshring sem kostaði um 8,8 milljónir dollara. Hún tók hringinn aldrei af sér þrátt fyrir það að hún átti eftir að eignast tvo aðra eiginmenn. Hún lést árið 2011.

Elizabeth Taylor með hringinn.
3. Kim Kardashian

Rapparinn Kanye West var ekkert að spara þegar hann bað Kim Kardashian en hann splæsti í 15 karata hring sem kostaði hann um 8 milljónir dollara eða um 834 milljónir íslenskra króna. 

Kardashian er alltaf flott.
4. Beyonce

Söngkonan vinsæla Beyonce og rapparinn Jay-Z hafa verið gift í nokkur ár. Hann bað hennar með trúlofunarhring að andvirði 5 milljóna dollara eða rúmlega 500 milljónir. Hringurinn er 18 karata.

Beyonce með einn rándýran.
5. Paris Hilton

Á sínum tíma bað Paris Latsis Paris Hilton og stóð trúlofunin aðeins yfir í fjóra mánuði. Hann pungaði út 4,7 milljónum dollurum fyrir hringinn sem var 25 karata.

Paris Hilton fékk nokkuð fínan hring.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×