Körfubolti

Frakkar unnu Pólverja

Ástrós Ýr Eggersdóttir skrifar
Vísir/getty
Frakkar unnu 75-78 sigur á Pólverjum í dag í æsispennandi leik í A-riðli Evrópumótsins í körfubolta.

Pólverjarnir voru sterkari framan af og leiddu 34-26 í leikhléi. Frakkar unnu hins vegar seinni leikhlutana tvo og fóru með sigur í leiknum 75-78.

Lokamínútan var æsispennandi, og skoraði Adam Waczynski meðal annars þriggja stiga flautukörfu, en allt kom fyrir ekki og þurftu Pólverjar að sætta sig við sitt þriðja tap í mótinu. Frakkar hafa hins vegar unnið þrjá leiki í röð og eru í öðru sæti riðilsins með sjö stig.

Waczynski var stigahæstur Pólverja í dag með 15 stig. Mateusz Ponitka var hins vegar bestur í pólska liðinu með 12 stig, 5 fráköst, 3 stoðsendingar og 2 stolna bolta.

Hjá Frökkum fór Thomas Heurtel á kostum og skoraði 23 stig. Hann tók 4 fráköst og átti 6 stoðsendingar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×