Handbolti

Endurgerðu 51 árs gamla auglýsingu fyrir leikinn gegn Dukla Prag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ásbjörn Friðriksson er fyrirliði FH.
Ásbjörn Friðriksson er fyrirliði FH. vísir/ernir
FH mætir Dukla Prag frá Tékklandi í Kaplakrika í seinni leik liðanna í 1. umferð EHF-bikarsins í handbolta á laugardaginn.

FH-ingar standa vel að vígi eftir þriggja marka sigur í fyrri leiknum, 27-30.

FH hefur áður mætt Dukla Prag í Evrópukeppni. Það var árið 1966 eða fyrir 51 ári síðan.

Dukla Prag var með frábært lið á þeim tíma og vann FH samanlagt 43-31.

Í tilefni af leiknum á laugardaginn endurgerðu FH-ingar auglýsingu frá leiknum fyrir 51 ári. Þá voru miðar seldir í Bókaverzlunum Lárusar Blöndals í Vesturveri og við Skólavörðustíg. Í Hafnarfirði var hægt að kaupa miða hjá Nýju bílastöðinni.

Nýju og gömlu auglýsinguna má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×