Lífið

Konungur og drottning eldfjallsins

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Elísabet var eina konan sem hljóp 100 km í ár. Hún og Birgir voru hress eftir afrekið.
Elísabet var eina konan sem hljóp 100 km í ár. Hún og Birgir voru hress eftir afrekið. Mynd/Ragnar Þór Pétursson
Elísabet Margeirsdóttir og Birgir Sævarsson unnu Hengil Ultra Trail 100 km hlaupið um síðustu helgi. Þau komu í mark á 16 klukkutímum og 42 mínútum. Sigrinum í 100 km fylgir nafnbótin Konungur og drottning eldfjallsins sem þau Elísabet og Birgir bera, að minnsta kosti fram að næstu keppni.

Keppendur voru ræstir í Listigarð­inum í Hveragerði um miðnætti, þaðan var hlaupið upp Reykjadal­inn og síðan upp á Hengilinn og yfir hann í lengstu vegalengdunum. Mikil þoka var á fjallinu, auk náttmyrkurs og nokkurs vinds á tímabili. Þátttaka í 24, 50 og 100 kílómetra vegalengdunum tryggir keppendum þátttökupunkta í hinum heimsfrægu Mont Blanc hlaupum. Fjöldi hlaupara kom frá útlöndum til að taka þátt í hlaupinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×