Erlent

SpaceX lenti enn einni eldflauginni

Samúel Karl Ólason skrifar
Þetta var í sextánda sinn sem SpaceX tókst að lenda eldflaug.
Þetta var í sextánda sinn sem SpaceX tókst að lenda eldflaug. SpaceX
Fyrirtækið SpaceX lenti í dag enn einni eldflauginni eftir að hún var notuð til að koma tilraunaskutlu á sporbraut um jörðu. Að þessu sinni var Falcon 9 notuð til að senda tilraunageimskutlu flughers Bandaríkjanna, X-37B, út í geim.

Eldflauginni var skotið á loft frá Kennedy-geimmiðstöðinni í Flórída og var geimskotið í beinni útsendingu eins og svo oft áður.

Samkvæmt frétt Verge ber X-37B litla gervihnetti og stendur til að prófa nýja tækni um borð í skutlunni.

Þetta var í sextánda sinn sem SpaceX tókst að lenda eldflaug.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×