Innlent

Fínt Októberfest-veður í dag en blautt annað kvöld

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það mun í það minnsta ekki rigna á fólk inni í tjöldunum - nema kannski konfettí.
Það mun í það minnsta ekki rigna á fólk inni í tjöldunum - nema kannski konfettí. Vísir/Óskar

Tónlistarþyrstir gestir Októberfest SHÍ í Vatnsmýri mega gera ráð fyrir prýðilegu dansveðri í kvöld en þær ættu ekki að hafa regnkápuna langt undan á morgun.

Veðurstofan spáir allt að 14 stiga hita á suðvesturhorninu í dag og ætti að haldast þurrt í dag. Þá verður jafnframt bjart á Suðurlandi og hægur vindur en það mun bæði rigna og blása örlítið á fólk á Austurlandi í dag. Annars staðar á landinu gæti orðið vart við lítilsháttar bleytu.

Annað kvöld verður þó farið að rigna í Vatnsmýrinni og annars staðar á Suðvesturlandi. Það verður hægviðri og bjart í fyrramálið og mun rofa til og hlýna fyrir norðan- og austan. Vaxandi austanátt síðdegis og vindur á bilinu 8 til 13 metrar á sekúndu annað kvöld.

Nánar á veðurvef Vísis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Hægviðri, þurrt og bjart með köflum. Vaxandi austanátt síðdegis, 8-13 m/s undir kvöld og rigning sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 14 stig. 

Á sunnudag:
Norðaustan og síðar norðan 8-13 með rigningu, en rofar til á Suður- og Vesturlandi með deginum. Hiti frá 5 stigum í innsveitum fyrir norðan, upp í 13 stig syðst. 

Á mánudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 og víða bjart veður. Norðvestan 8-13 og rigning um landið norðaustanvert fram eftir degi. Hiti 4 til 13 stig, hlýjast syðst. Víða svalt í veðri um kvöldið og frystir jafnvel, einkum í innsveitum norðanlands. 

Á þriðjudag:
Suðaustan 3-8 og dálítil væta, en hægviðri og bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 6 til 11 stig. 

Á miðvikudag:
Útlit fyrir norðanátt með rigningu norðan- og austanlands og hita 4 til 8 stig, en bjartviðri sunnan heiða og hiti 9 til 13 stig að deginum. 

Á fimmtudag:
Útlit fyrir minnkandi norðanátt og bjartviðri, en léttir til fyrir norðan- og austan. Kólnandi veður.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira