Innlent

Icelandair fellir niður flug vegna Irmu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Annars vegar er um að ræða flug FI 885 til Tampa á sunnudag og hins vegar flug FI 884 frá Tampa á mánudag.
Annars vegar er um að ræða flug FI 885 til Tampa á sunnudag og hins vegar flug FI 884 frá Tampa á mánudag. VÍSIR/VILHELM
Icelandair hefur fellt niður flug til og frá Tampa í Flórída á sunnudag, 10. september, og mánudag 11. september, næstkomandi vegna fellisbylsins Irmu sem búist er við að skelli á ströndum Flórída á sunndeginum. Annars vegar er um að ræða flug FI 885 til Tampa á sunnudag og hins vegar flug FI 884 frá Tampa á mánudag. Áður hafði WOW air fellt niður flugferðir til og frá Miami á Flórída vegna Irmu.

Þetta kemur fram á heimasíðu flugfélagsins en þar segir jafnframt að flugi morgundagsins frá Orlando verði flýtt vegna Irmu. Brottför frá Orlando er nú klukkan 15 í stað 17 að staðartíma.

Fellibylurinn Irmu er einhver sá öflugasti í sögunni. Hann byrjaði sem 5. stigs fellibylur fyrr í vikunni og olli gríðarlegri eyðileggingu á eyjum í Karíbahafi. Þá hafa að minnsta kosti 23 látist. Irma er nú skilgreind sem 4. stigs fellibylur en er enn mjög öflug og hafa yfirvöld á Flórída ítrekað hvatt íbúa til að undirbúa sig fyrir miklar hamfarir.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×