Innlent

Áslaug vildi streyma bardaganum

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/stefán
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokksins og formaður allsherjar- og menntamálanefndar, auglýsti um helgina eftir slóð á ólöglegt streymi af bardaga Conors McGregor og Floyds Mayweather. Það var gert í tísti á Twitter.

Tístinu hefur nú verið eytt en afrit af því má sjá á vef Stundarinnar.

Undir allsherjar- og menntamálanefnd heyra meðal annars málefni fjölmiðla og starfsumhverfi þeirra.

Stöð 2 Sport hafði keypt réttinn að umræddum bardaga. Að auki bauð Síminn upp á að kaupa áskrift sem veitti eingöngu aðgang að bardaganum.

Áslaug Arna er með rúmlega 1,3 milljónir á mánuði í laun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×