Enski boltinn

Drinkwater vill fara frá Leicester

Danny Drinkwater, leikmaður Leicester.
Danny Drinkwater, leikmaður Leicester. Vísir/Getty
Danny Drinkwater hefur farið formlega á það við eigendur Leicester að hann verði seldur frá félaginu. Chelsea hefur áhuga á kappanum að sögn enskra fjölmiðla.

Leicester vill fá mun meira fyrir kappann en Chelsea er reiðubúið að borga. Aðilar hafa rætt saman síðustu daga og kaupverð upp á 25 milljónir punda hefur verið nefnt. Leicester vill hins vegar ekki missa kappann og sættir sig við ekki minna en 30 milljónir punda.

Antonio Conte er sagður vilja fá Drinkwater til að fylla í skarðið sem Nemanja Matic skildi eftir sig þegar hann fór til Manchester United, sem mun hafa verið í óþökk Conte.

Drinkwater er nýbúinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Leicester.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×