Innlent

Nítján gráður í dag og enn hærri hiti á morgun

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Íbúar Seyðisfjarðar verða eflaust léttklæddir um helgina.
Íbúar Seyðisfjarðar verða eflaust léttklæddir um helgina. Vísir/Vilhelm
Hitinn verður með bærilegasta móti í dag og býst Veðurstofan ekki við öðru en að hann verði hærri á morgun. Gert er ráð fyrir allt að 19 stiga hita í dag og allt að 22 gráðum á morgun, þá sérstaklega á Austurlandi þar sem gert er ráð fyrir að verði hlýjast um helgina.

Það mun blása nokkuð á landsmenn í dag, sérstaklega þá við suðausturströndina og á norðvesturhorninu. Það verður bjart austan- og norðaustanlands en annars skýjað og súld á köflum á vestanverðu landinu. Þó mun draga eitthvað úr vindi annað kvöld. Hitinn verður á bilinu 10 til 19 stig en á morgun gæti hann farið í 22 gráður sem fyrr segir.

Nánar á veðurvef Vísis.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Suðvestan og sunnan 8-13 m/s. Smásúld á Suður- og Vesturlandi með hita 11 til 14 stig en léttskýjað á Norður- og Austurlandi með allt að 22 stiga hita.

Á laugardag:

Sunnan 8-15, hvassast austast. Rigning víða um land en úrkomulítið norðanlands. Úrkomuminna vestantil um kvöldið. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á sunnudag:

Suðvestan 5-13 og rigning suðaustantil framan af degi, en annars súld á köflum, einkum sunnan- og vestanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast fyrir austan.

Á mánudag:

Suðvestlæg átt og rigning, en yfirleitt þurrt austalands. Áfram fremur hlýtt.

Á þriðjudag:

Vestan og norðvestanátt og víða rigning með köflum, síst SA-til. Kólnandi veður.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir fremur svala vestlæga átt, en úrkomulítið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×