Fótbolti

Neymar aftur á skotskónum fyrir PSG

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Neymar skoraði tvö í kvöld.
Neymar skoraði tvö í kvöld. Mynd/Getty
Neymar skoraði í öðrum leiknum í röð fyrir PSG þegar liðið sigraði Toulouse 5-2 á heimavelli.

Tolouse komst yfir á 19. mínútu með marki frá Max Gradel, sem er í láni frá enska úrvalsdeildarliðinu Bournemouth.

Neymar var þó ekki lengi að jafna metin fyrir PSG því hann skoraði jöfnunarmarkið á 32. mínútu. Frákast af skoti Adrien Rabiot dettur fyrir Neymar sem potar boltanum yfir línuna.

Aðeins fjórum mínútum seinna var PSG komið í forystu. Adrien Rabiot náði þá að skora sjálfur eftir samspil við Neymar.

Á 69. mínútu missti PSG mann af velli þegar Marco Verratti fékk að líta sitt annað gula spjald eftir tæklingu á Christopher Jullien.

Gestirnir náðu þó ekki að nýta sér liðsmuninn því á 74. mínútu brýtur Andy Delort á Neymar inni í eigin vítateig og vítaspyrna dæmd. Edinson Cavani fer á punktinn og skorar örugglega.

Christopher Jullien minnkaði muninn fyrir Toulouse á 78. mínútu með skalla eftir hornspyrnu.

Ef stuðningsmenn Toulouse höfðu gert sér vonir um að sínir menn næðu að jafna á lokamínútunum þá var fljótt slökkt í þeim.

Javier Pastore skoraði fyrir PSG á 82 mínútu eftir sendingu frá Angel di Maria. Layvin Kurzawa gerir svo út um leikinn á 85. mínútu þegar hann skoraði með bakfallsspyrnu eftir horn frá Neymar.

Neymar fullkomnaði svo sigur PSG á 92. mínútu leiksins eftir að hann lék á hvern varnarmanninn á fætur öðrum inni í vítateig Toulouse.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×