Enski boltinn

Swansea byrjað að fylla í skarðið sem Gylfi skildi eftir sig

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sam Clucas vakti athygli fyrir góða frammistöðu með Hull í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.
Sam Clucas vakti athygli fyrir góða frammistöðu með Hull í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. vísir/getty
Swansea City hefur náð samkomulagi við Hull City um kaup á enska miðjumanninum Sam Clucas. Hann á þó enn eftir að semja um kaup og kjör við Swansea og standast læknisskoðun hjá velska félaginu. BBC greinir frá.

Swansea freistar þess nú að fylla skarð Gylfa Þórs Sigurðssonar sem var seldur til Everton í síðustu viku.

Hinn 26 ára gamli Clucas átti fínt tímabil með Hull í ensku úrvalsdeildinni í fyrra.

Ferill Clucas fór rólega af stað en hann lék lengi vel í neðri deildunum á Englandi. Clucas hefur afrekað það að skora í fjórum efstu deildunum á Englandi.

Swansea tapaði 0-4 fyrir Manchester United á laugardaginn. Liðið er með eitt stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í ensku úrvalsdeildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×