Innlent

Fornbílaklúbburinn æfur vegna akstursbanns á Ljósanótt

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Íbúar Reykjanesbæjar munu ekki verða vitni að sýningu Fornbílaklúbbsins þetta árið.
Íbúar Reykjanesbæjar munu ekki verða vitni að sýningu Fornbílaklúbbsins þetta árið. Vísir/Valgarður

Fornbílaklúbbur Íslands er ekki sáttur við ákvörðun Lögreglustjórans á Suðurnesjum, Ólafs Helga Kjartanssonar, að loka Hafnargötu fyrir hátíðarakstri fornbíla á Ljósanæturhátíðinni í Reykjanesbæ sem haldinn verður 2. september næstkomandi.



Stjórn Fornbílaklúbbsins hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem kemur fram að ákvörðun lögreglustjórans sé óskiljanleg, þá sérstaklega í ljósi þess að hátíðarakstur bifhjóla hafi ekki verið blásinn af. Þá er gagnrýnt að ákvörðunin hafi ekki verið tekin í samráði við klúbbinn, stjórn hans eða aðra klúbba Segja þeir ákvörðunina vera illa rökstudda og gagnrýna að þeim hafi ekki borist neinar skýringar.



Hefur klúbburinn ákveðið að aflýsa ráðgerðum akstri og sýningu fornbílanna. Þá hvetur klúbburinn alla eigendur fornbíla um að sniðganga hátíðina nema að lögreglustjórinn endurskoði ákvörðun sína. Ef ákvörðunin verður ekki endurskoðuð mun þátttöku klúbbsins verða endanlega lokið um nána framtíð.



Fréttastofa sendi fyrirspurn á Ólaf Helga vegna málsins. Segir hann ákvörðunina hafa verið tekna út frá öryggissjónarmiðum enda séu þau ávallt höfð í fyrirrúmi. Ekki sé verið að beina þessu að einstaka félögum eða hópi manna.



„Öryggi almennings er haft að leiðarljósi í þessum efnum sem öðrum,“ segir í skriflegu svari Ólafs.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×