Enski boltinn

Wilshere rekinn af velli fyrir að slást í U-23 leik

Vísir/Getty
Jack Wilshere var rekinn af velli fyrir að slást í leik U-23 liða Arsenal og Manchester City í gær. Wilshere spilaði síðast með aðalliði Arsenal í fyrra.

Hann missti stjórn á skapi sínu eftir tæklingu Matthew Smith, leikmanni City. Hann ýtti Smith í jörðina og tók svo Tyreke Wilson hálstaki.

Leikmenn beggja liða tóku þátt í látunum sem endaði með því að bæði Wilshere og Wilson fengu að líta rauða spjaldið.

Wilshere var í láni hjá Bournemouth á síðasta tímabili en meiddist í apríl. Hann sneri aftur til Arsenal í sumar en hefur ekkert komið við sögu með aðalliði félagsins á nýju tímabili.

Líklegt er að Wilshere verði aftur lánaður þetta tímabilið, þó svo að Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur sagt að hann reikni með að Wilshere verði hjá félaginu í vetur.

Wilshere er uppalinn hjá Arsenal og á 34 leiki að baki með enska landsliðinu. Meiðsli hafa þó sett strik í reikninginn hjá honum síðustu ár og hefur hann spilað innan við 20 deildarleiki með Arsenal síðustu þrjú tímabilin.

Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×