Fótbolti

Sjáðu mörkin sem komu Liverpool áfram í Meistaradeildina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Liverpool er komið aftur í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, stuðningsmönnum liðsins til mikillar ánægju, eftir 6-3 samanlagðan sigur á þýska liðinu Hoffenheim.

Liverpool gerði út um rimmunna á 20 mínútna kafla í upphafi síðari leiks liðanna á Anfield í gær er þeir rauðklæddu komust í 3-0 forystu, með tveimur mörkum frá Emre Can.

Hinar 70 mínúturnar voru nánast formsatriði en þar með er ljóst að fimm ensk lið verða í pottinum þegar dregið verður í riðla í Meistaradeildinni í dag. Manchester United vann sér þátttökurétt með því að vinna Evrópudeild UEFA í vor.

Liverpool komst í fjórðungsúrslit Meistaradeildarinnar árið 2009 en það er í síðasta sinn sem að liðið komst áfram úr riðlakeppninni. Liverpool komst í riðlakeppnina árið 2014 en komst ekki áfram úr sínum riðli.

Mörkin úr leiknum í gær má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×