Fótbolti

Everton í mjög erfiðum riðli með Lyon og Atalanta | Arsenal slapp vel

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson. Vísir/Getty
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton höfðu alls ekki heppnina með sér þegar dregið var í riðla Evrópudeildarinnar í dag en liðið lenti í mjög erfiðum riðli. Everton er í riðli með Lyon frá Frakklandi, Atalanta frá Ítalíu og Apollon frá Kýpur.

Riðillinn hjá Arsenal er ekki eins erfiður en liðið er í riðli með BATE Borisov frá Hvíta Rússlandi, FC Köln frá Þýskalandi og Rauða Stjörnunni frá Serbíu.

Matthías Vilhjálmsson og félagar í Rosenborg mæta meðal annars spænska liðinu Rosenborg og rússneska liðinu  Zenit St Petersburg þannig að þeirra riðill verður mjög krefjandi.

Viðar Örn Kjartansson félagar í ísraelska félaginu Maccabi Tel-Aviv fara til Spánar (Villarreal), til Kasakstan (Astana) og til Tékklands (Slavia Prag).

Arnór Yngvi Traustason spilar með gríska liðinu AEK frá Aþenu sem er í riðli með stórliði AC Milan, Austria Vín frá Austurríki og NK Rijeka frá Króatíu.

Riðlarnir í Evrópudeildinni 2017-18

A-riðill

Villarreal

Maccabi Tel-Aviv

Astana

Slavia Prag

B-riðill

Dynamo Kiev

Young Boys

Partizan Belgrad

Skenderbeu

C-riðill

Braga

Ludogorets

Hoffenheim

Istanbul Basaksehir

D-riðill

AC Milan

Austria Vín

NK Rijeka

AEK Aþena

E-riðill

Lyon

Everton

Atalanta

Apollon

F-riðill

FC Kaupmannahöfn

Lokomotiv Moskva

Sheriff Tiraspol

FC Zlin

G-riðill

Viktoria Plzen

Steaua Búkarest

Hapoel Beer-Sheva

FC Lugano

H-riðill

Arsenal

BATE Borisov

FC Köln

Rauða Stjarnan Belgrad

I-riðill

FC Salzburg

Marseille

Vitoria Guimaraes

Konyaspor

J-riðill

Athletic Bilbao

Hertha Berlín

Zorya Luhansk

Östersunds

K-riðill

Lazio

Nice

Zulte Waregem

Vitesse

L-riðill

Zenit St Petersburg

Real Sociedad

Rosenborg

Vardar Skopje




Fleiri fréttir

Sjá meira
×