Enski boltinn

Messan: Fáránlegt að gagnrýna komu Zlatan

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Zlatan skoraði 28 mörk fyrir Manchester United á síðasta tímabili.
Zlatan skoraði 28 mörk fyrir Manchester United á síðasta tímabili. vísir/getty
Sérfræðingar Messunnar, Ríkharður Daðason og Jóhannes Karl Guðjónsson, ræddu endurkomu Zlatan Ibrahimovic til Manchester United og áhrifin sem hann mun hafa á liðið.

Ibrahimovic, sem fór á kostum með United á síðasta tímabili og skoraði 28 mörk í 46 leikjum, skrifaði í vikunni undir eins árs samning við félagið eftir að hafa yfirgefið United fyrr í sumar.

„Mér finnst allt jákvætt við þetta fyrir United,“ sagði Ríkharður, en mikið hefur verið rætt í fjölmiðlum á Englandi um hvaða hlutverki Ibrahimovic muni gegna í liðinu.

Romelu Lukaku gekk til liðs við United í sumar til þess að fylla skarð Ibrahimovic og hefur liðið farið afar vel af stað í ensku úrvalsdeildinni, skorað 10 mörk í þremur leikjum.

„Mér finnst alveg galið að ætla að gagnrýna þessa ákvörðun hjá Mourinho að taka Zlatan aftur,“ sagði Jóhannes Karl. „Þetta er bara borðleggjandi. Þeir ætla sér að vinna alla titlana sem eru í boði.“

„Hann ætlar sér aftur inn í liðið, ef hann nær fyrri styrk er það þvílíkur bónus fyrir þá að geta spilað Lukaku og Zlatan til skiptis,“ bætti Ríkharður við.

Umræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan.

 


Tengdar fréttir

Meistarabyrjun manna Mourinhos í Manchester

Manchester United hefur byrjað leiktíðina á Englandi frábærlega og unnið tvo 4-0 sigra í fyrstu tveimur umferðum úrvalsdeildarinnar. Jose Mourinho, þjálfari United, sagði gleði hafa einkennt leik liðsins gegn Swansea á laugardaginn þar sem Paul Pogba blómstraði og Romelu Lukaku skoraði í öðrum leiknum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×