Enski boltinn

Keane: Giggs myndi kosta 2 milljarða

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ryan Giggs og Roy Keane voru samherjar hjá Manchester United
Ryan Giggs og Roy Keane voru samherjar hjá Manchester United Vísir/Getty
Roy Keane, aðstoðarlandsliðsþjálfari Írlands og fyrrum leikmaður Manchester United, sagði að Ryan Giggs, fyrrum samherji hans hjá Manchester United, myndi kosta 2 milljarða punda á markaðinum í dag.

Eins og frægt er varð Neymar í sumar dýrasti leikmaður sögunnar þegar PSG keypti hann á 200 milljónir punda frá Barcelona.

Keane, sem á að baki 480 leiki með Manchester United, var spurður út í leikmannamarkaðinn á blaðamannafundi í tengslum við landsliðsverkefni Írlands.

„Þessar tölur eru stórfurðulegar,“ sagði Keane. „Sérstaklega fyrir meðalgóða leikmenn. Tíminn til að vera atvinnumaður í fótbolta er núna. Meðalgóðir leikmenn fara á 35 milljónir punda, ja hérna.“

„Þessir virkilega góðu leikmenn eru að fara á stórar fjárhæðir og það leiðir niður af sér. Þegar meðal leikmenn eru að fara fyrir 30-40 milljónir punda þá vekur það furðu. En ef félögin eru tilbúin til að borga þessar upphæðir þá er það ekki leikmönnunum að kenna.“

Keane spilaði með United á góðærisárunum undir Alex Ferguson, frá 1993-2006, og vann meðal annars sjö Englandsmeistaratitla með félaginu. Hann spilaði með mörgum heimsklassa leikmönnum og var spurður út í hvað hann héldi að þeir myndu kosta í dag

Ruud [Van Nistelrooy] færi líklegast á milljarð. David Beckham? Einn milljarð. Ryan Giggs? Tvo milljarða.“

Írinn var að lokum spurður á hvaða verði hann sjálfur yrði metinn og svaraði hann því 3,75 milljónir punda. 

 


Tengdar fréttir

Mourinho: Neymar er ekki dýr

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að Brasilíumaðurinn Neymar sé ekki dýr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×