Sport

Ólympíufari fannst látinn á botni sundlaugar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Torrence var 31 árs þegar hann lést.
David Torrence var 31 árs þegar hann lést. vísir/getty
Bandaríski hlaupagarpurinn David Torrence fannst látinn á botni sundlaugar í Scottsdale í Arizona í gærmorgun. Hann var 31 árs gamall.

Samkvæmt yfirlýsingu frá lögregluyfirvöldum bendir ekkert til þess að dauða hans hafi borið að með saknænum hætti.

Torrence vann til silfurverðlauna í 4x1500 metra boðhlaupi á HM 2014 og í 5000 metra hlaupi á Pan American-leikunum ári seinna.

Á Ólympíuleikunum í Ríó í fyrra keppti Torrence fyrir Perú, heimaland móður sinnar, og endaði í 15. sæti í 5000 metra hlaupi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×