Körfubolti

Jón Arnór: Alveg verkjalaus í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta æfði í keppnishöllinni í Helsinki í dag. Aðeins tveir dagar eru í fyrsta leik Íslands á EM.

Meiðsli hafa plagað Jón Arnór Stefánsson undanfarnar vikur en hann tók þátt í æfingunni í dag.

„Ég hef glímt við meiðsli allan undirbúninginn. Ég tók hálfa æfingu í dag og var alveg verkjalaus í fyrsta sinn. Það er jákvætt,“ sagði Jón Arnór í samtali við Arnar Björnsson eftir æfinguna í dag.

„Maður nýtur þess bara að vera hérna. Þetta er líklega mitt síðasta stórmót. Þetta er hugarfarið sem allir ættu að hafa; að njóta þess að spila hérna eins og þetta sé í síðasta sinn sem þeir spila á svona stóru sviði,“ sagði Jón Arnór.

Arnar ræddi einnig við þá Pavel Ermolinskij og Elvar Má Friðriksson en viðtölin má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Bjóst ekki við að upplifa þetta

Íslenska körfuboltalandsliðið flaug út til Helsinki í gærmorgun en strákarnir mættu allir í Leifsstöð í glæsilegum jakkafötum. Landsliðsfyrirliðinn segir mikinn mun á umgjörð liðsins í dag og fyrir nokkrum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×