Íslenski boltinn

Pétur í banni gegn KR

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pétur fékk rauða spjaldið eftir leikinn gegn Stjörnunni.
Pétur fékk rauða spjaldið eftir leikinn gegn Stjörnunni. vísir/andri marinó
FH-ingurinn Pétur Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson og Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfarar Stjörnunnar, voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í dag.

Pétur, Davíð Snorri og Brynjar Björn fengu allir brottvísun eftir 1-1 jafntefli Stjörnunnar og FH á sunnudagskvöldið.

Pétur verður í banni þegar FH tekur á móti KR á fimmtudaginn.

Davíð Snorri og Brynjar Björn taka út bannið í leiknum gegn Víkingi R. 10. september. Auk bannsins fékk Stjarnan 30.000 króna sekt vegna brottvísana aðstoðarþjálfaranna tveggja.

Tveir aðrir leikmenn úr Pepsi-deild karla voru úrskurðaðir í leikbann á fundi aganefndar í dag; Skagamaðurinn Hafþór Pétursson og Valsmaðurinn Bjarni Ólafur Eiríksson.

Þá verður ÍBV án tveggja lykilmanna þegar liðið sækir Breiðablik heim í Pepsi-deild kvenna næsta mánudag. Þetta eru þær Cloé Lacasse og Rut Kristjánsdóttir sem hafa báðar fengið fjögur gul spjöld í sumar.


Tengdar fréttir

Stjarnan með yfirlýsingu varðandi ásakanir Doumbia

Knattspyrnudeild Stjörnunnar hefur gefið frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Kassim Doumbia eftir leik Stjörnunnar og FH á sunnudaginn. Doumbia sagðist þá hafa orðið fyrir kynþáttaníði frá stuðningsmönnum Stjörnunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×