Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Getur ÍA unnið fjóra leiki af síðustu átta?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hjörvar Hafliðason og Óskar Hrafn Þorvaldsson tókust á um möguleika ÍA á lokaspretti Pepsi-deildar karla í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gær.

ÍA náði í vikunni 1-1 jafntefli við KR eftir að hafa fengið á sig jöfnunarmark seint í leiknum. En þeir eru samt enn í neðsta sæti Pepsi-deildarinnar, sex stigum frá öruggu sæti.

„Það eru svo margir leikmenn í ÍA sem geta skorað og breytt leikjum. Ég segi að þeir geti unnið fjóra leiki af þeim átta sem eftir eru,“ sagði Hjörvar í þættinum í gær.

Óskar Hrafn Þorvaldsson spurði á móti af hverju þeir ættu að gera það, enda hafi þeir aðeins unnið tvo leiki í sumar.

„Vissulega eru þeir komnir með [markvörðinn] Árna Snæ sem gefur þeim sjálfstraust. Hann getur líka lagt upp mörk,“ sagði Óskar Hrafn og taldi upp fleiri leikmenn ÍA sem geti lagt sitt af mörkum.

„Ég er bara að segja að það er allt mögulegt en þeir vinna ekki fjóra leiki. Ég skal bara segja ykkur það, hér og nú.“

„Það gæti gerst - gæti gerst,“ sagði Hjörvar þá.

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×