Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Meira stál í Ólafsvík en Akranesi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Víkingur Ólafsvík hefur verið að safna stigum í Pepsi-deild karla að undanförnu og unnið þrjá af síðustu fimm leikjum sínum. Ólafsvíkingar unnu í gær 2-1 sigur á nýliðum Grindavíkur og eru þremur stigum frá fallsæti.

Rætt var um Ólafsvíkinga í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gær og markverðinum Christian Martinez hrósað fyrir frammistöðuna gegn Grindavík.

„Hann kom inn í eitt erfiðasta starf fótboltans því hann tók við af manni fólksins í Ólafsvík - Einari Hjörleifssyni,“ sagði Hjörvar Hafliðason um Martinez sem er á sínu öðru tímabili í Ólafsvík.

„Hann var sérstaklega góður á seinni hluta tímabilsins í fyrra,“ sagði hann enn fremur á.

Martinez varði oft frábærlega í leiknum en eins og Óskar Hrafn Þorvaldsson benti á í þættinum er allt annar bragur á Ólafsvíkingum en til að mynda ÍA, sem er í neðsta sæti deildarinnar.

„Þeir eru grjótharðir. Tomasz Luba kom með eina tveggja fóta tæklingu sem var bönnuð sennilega árið 1995,“ sagði hann.

„Þannig þurfa Víkingarnir að vera. Það er miklu meira stál í Ólafsvík en Akranesi núna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×