Íslenski boltinn

Pepsi-mörkin: Sérfræðingarnir orðlausir eftir fagn ÍBV

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

ÍBV fagnaði jöfnunarmarki sínu gegn Víkingi Reykjavík í Pepsi-deild karla í fyrrakvöld á óvenjulegan hátt.

Atvikið var skoðað í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöldi en var þó ekki mikið rætt. Það sló nefnilega þögn á sérfræðingana Óskar Hrafn Þorvaldsson og Hjörvar Hafliðason.

Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli eftir að Eyjamenn komust yfir snemma í leiknum með markinu, sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.

Þar má einnig sjá fagnið og viðbrögð sérfræðinganna í Pepsi-mörkunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira