Enski boltinn

Danny Rose baðst afsökunar á viðtali

Danny Rose, leikmaður Tottenham, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla í viðtali við breska blaðið The Sun í vikunni. Þar gagnrýndi hann sitt eigið félag og leikmannahóp harkalega.

Rose segir að hann hafi haft nú tíma til að íhuga sínar aðgerðir og viðurkennir að ummæli sín hafi bæði verið illa tímasett og sýnt dómgreindarleysi.

„Ég ætlaði ekki að særa neinn með orðum mínum og vil biðja stjórnarformanninn, knattspyrnustjórann, liðsfélagana og stuðningsmennina afsökunar,“ sagði Rose sem mun ekki spila með Tottenham gegn Newcastle á sunnudag.







Í viðtalinu gagnrýndi hann stefnu Tottenham í leikmannamálum og sagði að félagið ætti að kaupa leikmenn sem hann þyrfti ekki að fletta upp á Google.

Tottenham er eina félagið í ensku úrvalsdeildinni sem hefur ekki keypt leikmann í sumar en félagið seldi Kyle Walker til Manchester City fyrir 50 milljónir punda.

Þá sagði hann að hann eigi von á launahækkun þegar hann gerir nýjan samning. „Ég veit hversu mikils ég er virði og gæti þess að ég fái það sem ég á skilið. Ég veit ekki hvað ég á mörg ár eftir.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×