Enski boltinn

Sjáðu markasúpuna úr opnunarleiknum í gær

Nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni hefði vart getað farið betur af stað en Arsenal hafði þá betur gegn Leicester, 4-3, eftir að hafa tvívegis lent undir í leiknum.

Alexandre Lacazette byrjaði frábærlega í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal og skoraði strax á annarri mínútu leiksins.

Markið gaf tóninn fyrir leikinn og vonandi tímabilið allt en keppni í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram í dag með sjö leikjum. Það má sjá upphitun fyrir leikina hér fyrir neðan.

Mörkin úr leik gærkvöldsins má sjá efst í fréttinni.


Tengdar fréttir

Wenger: Ég elska Giroud

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var kátur eftir 4-3 sigur á Leicester City í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.
Fleiri fréttir

Sjá meira