Enski boltinn

Sjáðu markasúpuna úr opnunarleiknum í gær

Nýtt tímabil í ensku úrvalsdeildinni hefði vart getað farið betur af stað en Arsenal hafði þá betur gegn Leicester, 4-3, eftir að hafa tvívegis lent undir í leiknum.

Alexandre Lacazette byrjaði frábærlega í sínum fyrsta leik fyrir Arsenal og skoraði strax á annarri mínútu leiksins.

Markið gaf tóninn fyrir leikinn og vonandi tímabilið allt en keppni í ensku úrvalsdeildinni heldur áfram í dag með sjö leikjum. Það má sjá upphitun fyrir leikina hér fyrir neðan.

Mörkin úr leik gærkvöldsins má sjá efst í fréttinni.


Tengdar fréttir

Wenger: Ég elska Giroud

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var kátur eftir 4-3 sigur á Leicester City í 1. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira